Nefndinni var komið á fót með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 6/2013 sem fól í sér sátt milli Samkeppniseftirlitsins, Skipta hf., Símans hf. og Mílu ehf. Við samruna Skipta hf. og Símans hf. í ársbyrjun 2015 voru gerðar breytingar á sáttinni sem Samkeppniseftirlitið birti sem ákvörðun nr. 6/2015.
Að ósk Símans hf. og Skjásins ehf. var ákvörðun samkeppnisráðs nr. 10/2005 felld niður á fyrri hluta árs 2015 og í staðinn kom ný sátt sem birt er sem ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2015. Í þessari sátt er nefndinni falið að hafa eftirlit með að skilyrðum sáttarinnar sé fylgt.
Nefndin starfar í samræmi við það hlutverk sem skilgreint er í sáttunum. Í meginatriðum er starf nefndarinnar að:
Eftirlitsnefndin hefur sett sér verklagsreglur sem nánar skilgreinir hvernig störfum nefndarinnar er háttað.
Í nefndinni eru 3 menn sem allir eru óháðir Símanum og Mílu:
Hægt er að senda nefndinni ábendingar og kvartanir á póstfangið ejaf@ejaf.is, eða beint til formanns á heimilisfangið Þórsgata 2, 101 Reykjavík.
Ákvörðun nr. 6/2015: Sátt Samkeppniseftirlitsins, Símans hf. og Mílu ehf.
Ákvörðun nr. 6/2013: Sátt Samkeppniseftirlitsins, Skipta hf., Símans hf. og Mílu ehf.
Ákvörðun nr. 20/2015: Breyting á skilyrðum vegna eignarhalds Símans á Skjánum - Niðurfelling ákvörðunar nr. 10/2005.
Verklagsreglur nefndarinnar.